Húsið - tengir fólk saman

Húsið er hannað sem aðgengilegur stokkur með spurningum og viskukornum.  Spurningarnar eru valdar með það fyrir augum að styrkja tengsl. Spurningarnar taka til að mynda á hugðarefnum eins og gleði, skömm, þakklæti, sorg, trú, kvíða og öðru sem við ræðum kannski ekki í óspurðum fréttum. 

  • Berglind Helga Sigurþórsdóttir

    Eiginkona, móðir, systir, dóttir og vinkona. Fjölskyldufræðingur, náms- og starfsráðgjafi á framhaldsskólastigi og grunnskólakennari.

    Lífsmottó: Að finna og smita gleði, fegurð og kærleika í nærumhverfinu.

  • Gunnhildur Stella Pálmarsdóttir

    Eiginkona, 4 barna móðir og fósturmóðir.  Fjölskyldufræðingur, heilsumarkþjálfi, kennari og rithöfundur. 

    Lífsmottó: Njóta lífsins hvern dag með þakklæti og kærleika að leiðarljósi.